






Í gær átti Kristleifur Heiðar háfs árs afmæli. Hann fór í 6 mánaðar skoðunina sína og fékk sína þriðju bólusetningarsprautu (sem var ekkert sérlega vinsælt). Hann reyndist vera orðin 6005 g og hefur þá fjórfaldað fæðingarþyngdina, og 64,5 cm langur og höfuðmálið er orðið 44 cm.
Mér finnst ótrúlegt til þess að hugsa að það sé komið hálft ár síðan hann fæddist. Mér finnst einhvernvegin bæði langt síðan og líka svo stutt. Dagurinn sem hann fæddist var ekki beint gleðidagur. Við vorum hrædd, hann átti ekki að fæðast nærri strax. Við vorum ringluð og innantómir foreldar. Stafsfólkið á fæðingardeildinni var allt yndislegt og vildi allt fyrir mig gera. Mig langaði til þess að hlusta á einhverja fallega tónlist. Eftir dúk og disk fannst einn geisladiskur, Út í vorið, kvartettsöngvar. Diskurinn var settur í tækið og spilaður í gegn nokkrum sinnum, æ það var ósköp róandi að hlusta á ljúfu kalla. Diskurinn spilaði áfram á meðan mestu lætin gengu yfir og meðan Kristleifur fæddist. Undirleikari og þjálfari kvartettsins er að vinna með Helga og þegar hann heyrði af því að kvartettinn hans hafði ómað við fæðingu, varð hann sannfærður um að það væri hápunktur ferilsins og hann gaf okkur diskinn. Helgi reiknaði út eftir að Kristleifur var fæddur hvaða lag það var sem ómaði á þeirri mínútu sem drengurinn kom, það var lag númer 13, Vögguljóð. Það er sungið á Ítölsku og er textinn svona:
Mille cherubini in coro
ti sorridono dal ciel.
Una dolce canzone
t´accarezzail crin.
Una manti gauida lieve
fra le nuvole d´or,
sognado e vegliando
per te mio tesor,
proteggendo il tuo cammin.
Piccolo amor mio.
Dormi,sogna,posa il capo sul mio cor.
Chiudi gil occhi ascolta gli anioletti,
Dormi, dormi,sogna piccoli amor.
Textinn er svo gróflega þíddur og er þá svona :
Ljúfur söngur gælir við hár þitt.
Hönd leiði þig mjúklega milli gullskýjanna, þín er gætt í vöku sem draumi.
Sofðu, dreymi þig, leggðu höfuð þitt að hjarta mínu.
Lokaðu augunum og hlustaðu á englana.
Sofðu, sofðu. Dreymi þig litli vinur.
Finnst ykkur þetta ekki fallegt. Þetta á svo vel við. Hann þurfti á góðum vermdareinglum að halda meðann hann lá á vökudeildinni . ég er viss um að hans sé vel gætt.