fimmtudagur, júlí 26

þrír mánuðir

Jæja þá er Kristleifur orðin þriggja mánaða gamall... Hann fór í þriggja mánaða skoðun í gær og fékk sína fyrstu bólusteningar sprautu..Hann tók því eins og sannur karlmaður enda orðin vanur því að vera stunginn. Hann var að sjálfsögðu vigtaður og mældur í skoðuninni og reyndist vera orðin 4560 gr ( 18 merkur), 56 cm og höfuðmálið 40,4 cm. Hann er mjög duglegur að stækka.

Hluti af kórbörnunum... stillt upp í aldursröð. Elena elst, svo Heiða Björg, næst Emilía Ólöf, þá Egill og loks Kristleifur á hinum enandum yngstur... svo sést í tærnar á öllum mömmunum sem voru að taka myndir

feðgar að leggja sig saman..
Verið að ræða málin

Á skiptiborðinu

Feðgarnir enn á ný..

Að kúra í mömmu og pabba rúmi

föstudagur, júlí 20

Trausti Leifur frændi búin að vera í heimsókn

Síðustu daga hefur Trausti Leifur frændi (miðstrákurinn hennar Auðar systur Ásdísar nýlega 3gja ára) verið í heimsókn hjá litlu fjölskyldunni...það má segja að við það hafi litla fjölskyldan breyst í stórfjölskyldu... það er mikið fjör í kringum Trausta og voru farnar ófáar ferðir út á róló með Kristleif í barnavagninum og svo skemmti Trausti sér í tækjunum.. Svo komu Hússtjórnunnarskóla stelpurnar í saumaklubb og gáfu Kristleifi hókus pókus barnastól... en það hefur einmitt verið draumur foreldranna að eignast svoleiðis stól


Trausti Leifur með Kristleif Heiðar litla frænda

Trausti Leifur og Kristleifur

Trausti Leifur, Ármann Bjarni og Ingera Elísabet krakkarnir hennar Auðar hjá Kristleifi

Inger Elísabetu fannst litli frændi sinn mjög merkilegur
Svona er gott að vera þegar manni er illt í maganum


fimmtudagur, júlí 12

Stóri strákur

Kristleifur rifnar út. hann er orðin rúm fjögur kíló (4160g) sem er um 16 og hálf mörk.. við erum í taumbleyjutilraunum og það gengur svona ágætlega. allt gengur vel og lífið er að komast í einhvern farveg.
Á teppinu sínu að sprella

Litla ljósið

sætur með bollukinnarnar

sjálfsmynd af mæðginunum

kannski full nálægt

sunnudagur, júlí 8

Fjölskyldulífið í Hæðargarðinum

Já lífið er að taka á sig einhverja mynd í Hæðargarðinum.. Það er yndislegt að vera búin að fá soninn heim. Drengurinn er ósköp góður. Hann stækkar og tekur framförum á hverjum degi. Við erum búin að skila mjaltarvélinni og Kristleifur er bara farinn að sjá um drykkjuna alveg sjálfur og það gengur bara vel. Það er búin að vera heilmikill gestagangur hjá okkur og það er bara gaman. Við erum líka aðeins búin að bregða okkur af bæ. Kíkja til Langömmu og Sigga frænda og Sigrúnar. Já og svo skelltum við fjölskyldan okkur á tónleika á Gljúfraseini (menningaruppeldið er sko löngu hafið)

Harpa Rut fékk að prófa að halda á litla frænda sínum
Dagbjört Rós var mjög spennt fyrir litla frænda og vildi helst fá að rífa svolítið í hann

Kristleifur í rúminu sínu með vöggusettið sem móðirin saumaði í Húsó

Í baði í Ikea balanum á eldhúsborðinu
Jesúbarnið

Fyrsti göngutúrinn

Sól og blíða

mánudagur, júlí 2

Áætlaður fæðingardagur

Í dag er 2. júlí.. en það var áætlaður fæðingardagur Kristleifs.. en í stað þess að fæðast í dag eru tveir mánuðir og átta dagar síðan hann fæddist..Já lífið fer stundum öðruvísi en ætlað var í upphafi.. hann var viktaður í morgun og vóg þá rúmlega 3600 grömm ( rúmlega 14 merkur)...