þriðjudagur, júní 26

Sjúkrahúsvistinni lokið

Þetta gerðist svo snögglega ... allt í einu erum við bara komin heim og það er yndislegt.

Já svona hefur drengurinn stækkað á þessum tveimur mánuðum sem hann hefur dvalið á vökudeildinni
Lítill hjá pabba

Stór hjá pabba

Lítill hjá mömmu

Stór hjá mömmu


Búa til síðustu fóta og handaförinn hans



Já svona stækkar maður

Fyrsta nótin saman á spítalanum



Að kveðja Hildi Maríu sem er búin að vera nágranni okkar á vökudeilinn í langann tíma og fékk líka að fara heim í gær.



Kominn í barnabílstólinn á leiðinni heim og rollan fylgir með

mánudagur, júní 25

9 vikna

Laus við "drykkjuvandamálin" og kominn heim í Hæðargarðinn..

föstudagur, júní 22

Kristleifur er aftur farin að bæta drykkjumetin.. Þetta gengur allt hægt og bítandi og vonandi losnar hann við sonduna sem fyrst þá förum við að sjá fyrir endann á sjúkrahúsdvölinni.

sunnudagur, júní 17

Gengur hægt og rólega

Drykkjuæfingarnar ganga hægt og bítandi. Kristleifur hefur ekki bætt brjóstadrykkjumetið í nokkra daga, en þegar hann bætir metið fær hann límmiða í hjúkrunnarskýsluna. Hann heldur áfam að stækka mikið og er orðin 3118 grömm eða 12 merkur. Hér koma svo nokkrar myndir.

Sondulaus og sætur að fara að fá nýja sondu
Verið að stinga sondunni í nefið
Ekkert sérlega skemmtilegt

Úff

En hann er fljótur að jafna sig

Hjá Guðnýju frænku

Skoðar frænku sína

Siggi frændi að passa Kristleif

Með silkihúfuna sem amma Nenna gaf honum

miðvikudagur, júní 13

Kristleifur heiðar er ennþá í stífum drykkjuæfingabúðum... Hann er alltaf að verða dugleri.. þetta kemur allt hægt og rólega.. hann er orðin 7 vikna (eða 37 vikna miðað við meðgöngulengd).. og hann er orðin 2907 grömm eða rúmar 11 merkur (búin að ná mömmu sinni sem var 11 merkur þegar hún fæddist)...

sunnudagur, júní 10

Mjólkurdrykkjumaðurinn

Kristleifur stendur sig alltaf betur og betur í drykkjunni. Tekur fleiri og fleiri millilítra með hverjum deginum. En góðir hlutir gerast hægt og þetta tekur allt sinn tíma. Hann er duglegastur að drekka úr brjóstinu á mognanna. Þegar hann er búin að drekka er hann alveg búinn á því og sofnar á nóinu.

Að drekka úr pela hjá pabba sínum

Þreyttur eftir átökin

Ásdís og mjaltarvélin


Hjá Hönnu frænku að fá pela


þriðjudagur, júní 5

Af drykkjuæfingum

Kristleifur Heiðar er farin að myndast við að drekka sjálfur. Það gengur svona hægt og bítandi hjá honum. Hann drekkur nokkra millilítra í hvert skipti sem við prufum brjóstið og svo fær hann pela einu sinni á nóttu. Helsti gallinn er sá að móðirinn fór að asnast til að verða veik og því eru drykkjuæfingarnar ekki eins stífar og þær ættu að vera.