fimmtudagur, desember 27

píanósnillingar



Það getur verið fjör hjá feðgunum í píanóspilinu

miðvikudagur, desember 26

Gleðileg Jól......



Við litla fjölskyldan óskum lesendum þessa bloggs Gleðilegra jóla

miðvikudagur, desember 5

í Afrikufíling

Af Kristleifi er allt gott að frétta. Nú er tími mikilla framfara og það gerist eitthvað nýtt nánast á hverjum degi. Hann er orðin mjög duglegur að borða og er bara mikill mathákur. Hann er farinn að hafa mjög gaman af því að skoða dót og getur dundað sér heillengi á gólfinu við skoða eitthvað. Vinsælastir eru þó auglýsingapésarnir sem flæða inn um bréfalúguna, Kristleifur les þá alveg í þaula og vöðlar þeim til og frá. Við mæginini reynum svo að fara saman í leikfimi á mognanna. Þá liggur Kristleifur á leikteppi ásamt fullt af krökkum og horfir dolfallin á helling af mömmum sprikkla. Tíminn endar svo á því að mæður og börn gera saman nokkrar æfingar og sygnja saman. Þetta er bara skemmtilegt og hressandi.


Við fengum svona annsi skemmtilegt burðarsjal um daginn. Svona svipað og maður sér konurnar í Afríku nota. Kristleifi finnst þetta voða kósý

Ekkert nema haus og tásur...


Afrikufílingurinn


í matartíma... (hendurnar eru settar undir bandið þar sem Kristleifur vill endilega hjálpa soldið til)

Bless í bili ;)