Já það er alltaf heil mikið að gera hjá okkur fjölskyldunni. um seinustu helgi skelltum við okkur upp í sveit í Gleðikórsferð, það var mikið fjör og þar sannaðist að Kristleifur er upprennandi partýljón. Í dag var síðan vökudeildar hittingur hjá okkur í Hæðargarðinum, þar komu sex vökudeildarbörn og foreldrar samann og eru nokkrar myndir af þeim hér á síðunni.
Krisleifur var viktaður og mælur á miðvikudaginn í síðustu viku og reyndist þá vera orðinn 5190 grömm og 59 cm duglegur að stækka. Hann er alltaf að þroskast, hann er farinn að brosa heilmikið og reyna að hjala, hann er alltaf að verða duglegri við að halda hausnum. Já þetta er spennadni tími að sjá hann þroskast með hverjum deginum sem líður

Maður er sko farinn að brosa

og spjalla

Spekingnslegur

Sjálfsmynd

Harpa og Kristleifur í Gleðikórsferðinni

Vökudeildarkrakkarnir í heimsókn hjá Kristleifi.
Frá vinstri: Hildur María, Kristleifur Heiðar, Ástríður Auðbjörg, Emil Garðar , Þorkell Máni og Gabríel

Félagarnir Hildur María og Kristleifur. Þau voru samferða á vökudeildinni, fæddust með dags millibili og útskrifuðust sama daginn.

Kristleifur, Ástríður Auðbjörg, Emil Garðar og Þorkell Máni

Strákagenigð