Fjölskyldan er þá komin heim úr heljarinnar ferðalagi. Ferðalagið byrjaði laugardaginn 28. júlí þar sem við stormuðum á ættarmót hjá Kjalvararstaðaætinni, þar var múgur og margmenni en annars mjög vel heppnað ættarmót. eftir ættarmótið vorum við í sveitinni (á Kjalvararstöðum) í viku. Það er sko líf og fjör í sveitinni þar sem nóg er af börnum sjö stykki og það elsta er átta ára. Næst var ferðinni heitið til Akureyrar í heimahaga Helga. þar fórum við meðal annars í tvöfalt fertugsafmæli og kíktum á fiskidaginn mikla. Hápunktur norður reisunnar var þegar Kristleifur Heiðar var skírður í Munkaþverárkirkju 12. ágúst. Athöfnin var ósköp yndisleg. séra Hannes Blandon mætti með gítarinn með sér og spilaði undir sálmana.

4 ummæli:
skemmtilegar myndir :-)
til hamingju með skírnina - ekki amarlegt að hafa svona flinka saumakonu til að sauma heilan skírnarkjól rosa flott:D
Til lukku með nafnið og skírnina Kristleifur Heiðar og líka með fína kjólin sem mamma þín saumaði :o)
Kjólinn er svakalega flottur! Vá....
Til hamingju með skírnina :)
Skrifa ummæli