fimmtudagur, ágúst 16

Sumarfrí og skírn

Fjölskyldan er þá komin heim úr heljarinnar ferðalagi. Ferðalagið byrjaði laugardaginn 28. júlí þar sem við stormuðum á ættarmót hjá Kjalvararstaðaætinni, þar var múgur og margmenni en annars mjög vel heppnað ættarmót. eftir ættarmótið vorum við í sveitinni (á Kjalvararstöðum) í viku. Það er sko líf og fjör í sveitinni þar sem nóg er af börnum sjö stykki og það elsta er átta ára. Næst var ferðinni heitið til Akureyrar í heimahaga Helga. þar fórum við meðal annars í tvöfalt fertugsafmæli og kíktum á fiskidaginn mikla. Hápunktur norður reisunnar var þegar Kristleifur Heiðar var skírður í Munkaþverárkirkju 12. ágúst. Athöfnin var ósköp yndisleg. séra Hannes Blandon mætti með gítarinn með sér og spilaði undir sálmana.



Séra Hannes Örn Blandon og Harpa Rut ljósengill. Harpa tók hlutverki sínu sem ljósberi mjög alvarlega og stóð sig með mikilli príði.

Foreldrarni, skírnarbarnið og ljósengillinn
Skírnarbarnið ásamt foreldrum og öllum ömmum, öfum, langömmum og langafa

Kristleifur Heiðar í skírnarkjólnum sem móðirinn saumaði handa honum


Önnur mynd af Kristleifi í skírnarkjólnum

Öll færndsystkin Krisleifs í móðurlegg. (vantar bara hann sjálfann) þau eru í aldursröð. frá hægri: Arna Rún 8 ára, Harpa Rut 5 ára, Ármann Bjarni 4 ára, Trausti Leifur 3 ára, Inger Elísabet 1 og 1/2 árs, Dagbjört Rós 8 mánaða

Töffari
Yngsru börnin Inger Elísabet, Kristleifur Heiðar og Dagbjört Rós

Feðgarnir í göngu um listigarðinn

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

skemmtilegar myndir :-)

Harpa Hrund sagði...

til hamingju með skírnina - ekki amarlegt að hafa svona flinka saumakonu til að sauma heilan skírnarkjól rosa flott:D

Nafnlaus sagði...

Til lukku með nafnið og skírnina Kristleifur Heiðar og líka með fína kjólin sem mamma þín saumaði :o)

Ýrr sagði...

Kjólinn er svakalega flottur! Vá....

Til hamingju með skírnina :)