Kristleifur Heiðar er aftur kominn á beinu brautina. Hann er laus við allar nálar og kominn á fullt fæði aftur. laus úr kassanum og kominn aftur í vögguna sína. Nú þarf hann bara að þjálfast í því að drekka sjálfur. Miklar æfingabúðir eru í gangi. Drengurinn dafnar vel og er orðin rúmar níu merkur.
miðvikudagur, maí 30
sunnudagur, maí 27
Það gengur allt í rétta átt hjá Kristleifi. Hann er hættur á sýklalyfjonum en er ennþá með næringu í æð. Hægt og rólega er svo fæðið trappað upp. Vonandi verður hann laus við allar nálar sem fyrst. Það er búið að vera gestkvæmt hja drengnum um helgina þar sem amma hans og afi frá Akureyri eru búin að vera í borginni.
miðvikudagur, maí 23
allt við það sama
Allt er við það sama upp á spítala. Kristleifur er ennþá fastandi með næringu í æð og á sýklalyfjum. Þetta virðist allt líta ágætlega út og vonandi mun hann byrja að fá brjóstamjólk í magan sem fyrst aftur. Foreldrarnir hlakka mikið til þess þegar hann losnar við allar þessar nálar. Móðirin með nálafóbíuna finnst nýjasta staðsetning lálanna heldur ógeðsleg en þær eru núna í hausnum á honum. (furðulegt að fá næringu í gegnum æð á hausnum)
mánudagur, maí 21
Þetta lítur vel út
Kristleifur Heiðar er sannur víkingur og stendur sig vel í veikindunum... Þetta lítur allt ágætlega út.. sýkiningin virðist vera á mjög lágu stigi og hann þarf því væntanlega ekki að fasta eins lengi og haldið var í upphafi.. hann er þó ennþá fastandi og fær sýklalyf til að vera nú með allt öruggt... Hann er ótrúlega hress og er alls ekkert veiklulegur
laugardagur, maí 19
sjokk 2
Það var ekki hægt að ætlast til þess að þetta gengi allt áfallalaust fyrir sig. Nú er litli kúturinn kominn aftur yfir á gjörgæsludeild inn í hitakassa því hann fékk garnasýkingu. Þetta er einn af þessum sjúkdómum sem fyrirburar geta fengið en er nú víst ekki algengt. Hann verður fastandi næstu 10-15 daga en fær bara næringarvökva í æð. Fær líka helling af einhverjum sýklalyfjum.
Þá er bara að bíða og vona það besta og sjá hvernig sjúkdómurinn þróast en í besta falli verður hann farinn að fá aftur brjóstamjólk í sonduna eftir viku til tíu daga. Málin geta þróast þannig að það þurfi uppskurð en fyrstu röntgenmyndirnar líta ágætlega út og góðar líkur á að hann nái sér vel af þessu.
Núna upplifir Kristleifur í fyrsta skipti hungur og ekki gaman að fylgjast með honum sprikla og kalla á mat. En það ætti að lagast sem fyrst, þegar maginn hans venst því að fá ekki mjólk.
Þá er bara að bíða og vona það besta og sjá hvernig sjúkdómurinn þróast en í besta falli verður hann farinn að fá aftur brjóstamjólk í sonduna eftir viku til tíu daga. Málin geta þróast þannig að það þurfi uppskurð en fyrstu röntgenmyndirnar líta ágætlega út og góðar líkur á að hann nái sér vel af þessu.
Núna upplifir Kristleifur í fyrsta skipti hungur og ekki gaman að fylgjast með honum sprikla og kalla á mat. En það ætti að lagast sem fyrst, þegar maginn hans venst því að fá ekki mjólk.
fimmtudagur, maí 17
Allt í sóma
Kristleifur Heiðar dafnar bara vel á vökudeildinni. Hann var viktaður í gær og var þá orðin 1980 grömm og verður svo viktaður aftur á morgun og verður þá vonandi komin yfir tvö kílóin. Hann er komin af hitadínunni og er nú bara í spítlagallanum sínum í vögguni voða sætur. Við erum aðeins farin að prófa okkur áfram með brjóstagjöfina og Kristleifur er farin að sína ýmsa takta en hann er ekki alveg orðin nógu fær í því að sæmhæfa það að anda sjúa og kingja allt í einu. Það er víst eðlilegt að það sé ekki komið (þar sem hann er í raun bara 33 vikna og 4 daga gamall). Eitthvað hefur stubburinn verið blóðlítill undanfarið og er kominn á járnkúr en það er víst líka algengt hjá fyrirburum.. þetta er semsagt allt í rétta átt og Kristlefur er ósköp vær og góður.. gefur forerldrum sínum öðru hvoru undur fögur bros
sunnudagur, maí 13
föstudagur, maí 11
Fyrsta baðið
þriðjudagur, maí 8
mánudagur, maí 7
Kominn í heita vöggu
Kristleifur Heiðar er fluttur úr hitakassanum sínum og yfir í heita vöggu... og við fluttum í leiðinni af gjörgæslunni yfir á vöggustofuna...Þar er mun betri aðstaða fyrir foreldra og notalegra andrúmsloft.. Við fengum meira að segja að spila fyrir hann tónlist... Krisjana Arngríms og Ellen Kristjáns sungu vögguljóð fyrir hann... Hann er orðin heil 1626 grömm og er þá komin yfir fæðingarþyngdina og vonandi er þá bara allt upp á við...
kveðja Ásdís
kveðja Ásdís
laugardagur, maí 5
fimmtudagur, maí 3
Allt gengur vel á barnaspítalanum... Kristleifur virðist hafa það bara ágætt í kassanum sínum.. hann sefur ósköp vært flestum stundum en vaknar öðru hvoru og horfir furðulostin á okkur foreldrana... Hann komst upp í fulla matargjöf í gær og er þá laus við næringuna sem var gefin í æð og fær bara mömmumjólk.. en mömmumjólkin verður eitthvað orkubætt á næstu dögum vegna þess að svona lítil börn sem ættu að búa í bumbu þurfa að eiða mun meiri orku en jafnarldrar þeirra sem búa ennþá í bumbum þar sem mörg ný áreyti eru í umhverfinu...

kveðja Ásdís

kveðja Ásdís
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)