fimmtudagur, maí 3

Allt gengur vel á barnaspítalanum... Kristleifur virðist hafa það bara ágætt í kassanum sínum.. hann sefur ósköp vært flestum stundum en vaknar öðru hvoru og horfir furðulostin á okkur foreldrana... Hann komst upp í fulla matargjöf í gær og er þá laus við næringuna sem var gefin í æð og fær bara mömmumjólk.. en mömmumjólkin verður eitthvað orkubætt á næstu dögum vegna þess að svona lítil börn sem ættu að búa í bumbu þurfa að eiða mun meiri orku en jafnarldrar þeirra sem búa ennþá í bumbum þar sem mörg ný áreyti eru í umhverfinu...




kveðja Ásdís

2 ummæli:

Kristín María sagði...

Elsku Ásdís og Helgi

Innilega til hamingju með litla kraftaverkið, Kristleif Heiðar. Gangi ykkur sem allra best og passið upp á orkuna ykkar þessa dagana, hún er mikilvæg.
Hugsa til ykkar...

Eva sagði...

Sæl kæra Ásdís,
Innilegar hamingjuóskir með strákinn, hann er afskaplega myndarlegur.
Ég sendi þér hlýjar hugsanir að norðan, vonandi gengur allt vel og ykkur öllum heilsist vel.
Eva Björk