fimmtudagur, maí 17
Allt í sóma
Kristleifur Heiðar dafnar bara vel á vökudeildinni. Hann var viktaður í gær og var þá orðin 1980 grömm og verður svo viktaður aftur á morgun og verður þá vonandi komin yfir tvö kílóin. Hann er komin af hitadínunni og er nú bara í spítlagallanum sínum í vögguni voða sætur. Við erum aðeins farin að prófa okkur áfram með brjóstagjöfina og Kristleifur er farin að sína ýmsa takta en hann er ekki alveg orðin nógu fær í því að sæmhæfa það að anda sjúa og kingja allt í einu. Það er víst eðlilegt að það sé ekki komið (þar sem hann er í raun bara 33 vikna og 4 daga gamall). Eitthvað hefur stubburinn verið blóðlítill undanfarið og er kominn á járnkúr en það er víst líka algengt hjá fyrirburum.. þetta er semsagt allt í rétta átt og Kristlefur er ósköp vær og góður.. gefur forerldrum sínum öðru hvoru undur fögur bros
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gott að heyra að allt gengur vel, ég fór með myndir af Kristleifi heim að Árbergi 14.maí. Afa leist vel á hann.
Kveðjur af Kvíunum.
Anna Dröfn
það er svo gaman að heyra hvað Kristleifur dafnar vel. Maður klökknar bara, svo stoltur af honum!! Og ykkur lika flottu foreldrar :-)
Kveðja frá Akureyri,
Jóna Rún
Skrifa ummæli