mánudagur, maí 7

Kominn í heita vöggu

Kristleifur Heiðar er fluttur úr hitakassanum sínum og yfir í heita vöggu... og við fluttum í leiðinni af gjörgæslunni yfir á vöggustofuna...Þar er mun betri aðstaða fyrir foreldra og notalegra andrúmsloft.. Við fengum meira að segja að spila fyrir hann tónlist... Krisjana Arngríms og Ellen Kristjáns sungu vögguljóð fyrir hann... Hann er orðin heil 1626 grömm og er þá komin yfir fæðingarþyngdina og vonandi er þá bara allt upp á við...

kveðja Ásdís

6 ummæli:

gudnybjarna sagði...

...sem sagt kominn í hina einu og sönnu "vaxtarrækt" .... gaman að heyra hvað þú ert duglegur... knús til þín í vögguna..:-)

Erna María sagði...

Sko Kristleif Heiðar, hann stendur sig greinilega vel, Frábært!

Vel valið tónlistarfólk sem þið leyfðu honum að kynnast:)

Hlakka til að sjá þennan duglega dreng.

Nafnlaus sagði...

Æðislegar fréttir!!! :)

Nafnlaus sagði...

Ásdís og Helgi
Innilega til hamingju með fallega drenginn:) Það er frábært að hann sé kominn í vaxtaræktina og er greinilega duglegur eins og hann á kyn til.
Gangi ykkur vel og munið að hugsa líka um ykkur sjálf.
Eigum eftir að fylgjast með...

P.s. Kristleifur Heiðar er mjög fallegt og íslenskt nafn sem hæfir svona hetju vel!

Nafnlaus sagði...

Æðislegt að heyra. Svakalega er hann duglegur :)
bestu kveðjur,
Hjördís Eva

Harpa Hrund sagði...

frábært hvað hann er duglegur og þið líka :-D