laugardagur, maí 19

sjokk 2

Það var ekki hægt að ætlast til þess að þetta gengi allt áfallalaust fyrir sig. Nú er litli kúturinn kominn aftur yfir á gjörgæsludeild inn í hitakassa því hann fékk garnasýkingu. Þetta er einn af þessum sjúkdómum sem fyrirburar geta fengið en er nú víst ekki algengt. Hann verður fastandi næstu 10-15 daga en fær bara næringarvökva í æð. Fær líka helling af einhverjum sýklalyfjum.

Þá er bara að bíða og vona það besta og sjá hvernig sjúkdómurinn þróast en í besta falli verður hann farinn að fá aftur brjóstamjólk í sonduna eftir viku til tíu daga. Málin geta þróast þannig að það þurfi uppskurð en fyrstu röntgenmyndirnar líta ágætlega út og góðar líkur á að hann nái sér vel af þessu.

Núna upplifir Kristleifur í fyrsta skipti hungur og ekki gaman að fylgjast með honum sprikla og kalla á mat. En það ætti að lagast sem fyrst, þegar maginn hans venst því að fá ekki mjólk.

2 ummæli:

Erna María sagði...

Leitt að heyra þetta, Vonandi mun honum batna sem allra fyrst.

Ég hef kveikt á kerti og sendi ykkur hlýjar hugsanir.

Nafnlaus sagði...

Sælir elsku foreldrar.
Vonandi mun honum batna sem allra fyrst. Sendi hlýjar kveðjur til ykkkar allra.

Kveðja, Unnur Sigmars.